Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Samkomulag í höfn milli Fulham og Palace
Mynd: EPA
Fulham hefur náð samkomulagi við Crystal Palace um kaup á danska miðverðinum Joachim Andersen en þetta segir hinn afar áreiðanlegi David Ornstein hjá Athletic.

Marco Silva, stjóri Fulham, hefur unnið að því að fá inn miðvörð eftir að Tosin Adarabioyo, Tim Ream og Terence Kongolo yfirgáfu liðið í sumar.

Fulham hefur lengi vel haft áhuga á Andersen, sem er 28 ára gamall danskur landsliðsmaður, en félagið hefur nú náð samkomulagi við Crystal Palace um kaupverð.

Talið er að Fulham greiði um 30 milljónir punda og vinna félögin nú að því að ganga frá samningum.

Það kemur verulega á óvart að Palace sé að selja mikilvægan leikmann til keppinauta sinna svona seint í glugganum, en annar miðvörður Palace, Marc Guehi, hefur einnig verið orðaður við brotfför.

Skipti Andersen til Palace hljóta því að þýða það að Guehi verði áfram út þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner