Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Acuna farinn heim til Argentínu - Sevilla reynir að fá leikmann Brighton
Marcos Acuna
Marcos Acuna
Mynd: Getty Images
Valentin Barco er orðaður við Sevilla
Valentin Barco er orðaður við Sevilla
Mynd: EPA
Argentínski bakvörðurinn Marcos Acuna hefur samið við River Plate í heimalandinu eftir að hafa spilað síðustu sjö ár í Evrópuboltanum með Sporting og Sevilla.

Acuna er 32 ára landsliðsmaður sem spilar yfirleitt sem bakvörður en kann einnig vel við sig á miðsvæðinu.

Hann vann Evrópudeildina með Sevilla á síðasta ári og var þá í argentínska landsliðinu sem vann HM í Katar fyrir tveimur árum.

Eftir sjö ár í Evrópu hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Argentínu, en hann samdi við River Plate í gær. Hann kom til félagsins á frjálsri sölu.

Sevilla hefur síðustu daga verið í örvæntingafullri leit að nýjum vinstri bakverði en félagið hefur verið í sambandi við enska félagið Brighton vegna Valentin Barco.

Barco er Argentínumaður sem kom til Brighton í byrjun ársins, en hann lék sex deildarleiki á síðustu leiktíð. Hann hefur verið að fá sárafáar mínútur á Englandi, en Sevilla vill fá hann á láni út leiktíðina.

Bakvörðurinn er talinn vera mikið efni en hann hefur unnið sér það helst til frægðar að vera mest keypti leikmaðurinn í tölvuleiknum Football Manager 2024.


Athugasemdir
banner
banner
banner