Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   mið 21. ágúst 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
Afmælishátíð hjá Njarðvík og frítt á völlinn á morgun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á morgun fimmtudag mætast Njarðvík og Grótta í Lengjudeildinni en þessi leikur er sérstakur afmælisleikur í tilefni þess að Ungmennafélagið Njarðvík fagnar 80 árum í ár.

Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18 en klukkutíma fyrir leik verður búið að tendra í grillinu og hægt að fá sér kalda drykki fyrir alla aldurshópa.

Fyrrum leikmaður úr yngri flokkum Njarðvíkur, Róbert Drzmkowski, úr hljómsveitinni Nostalgíu, tekur lagið fyrir leik.

„Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um umspilssæti fyrir úrslitakeppni Lengjudeildarinnar, en fyrir leik eru okkar menn í 4. sæti með 28 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni," segir í viðburðinum á Facebook en mótherjarnir í Gróttu eru í neðsta sæti og berjast fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni.

Það verður frítt inn á Rafholtsvöllinn á morgun í boði Rafholts og væntanlega mikil stemning á þessum mikilvæga leik fyrir bæði lið.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner