Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Arteta mun framlengja við Arsenal
Mynd: Getty Images
Spænski stjórinn Mikel Arteta mun bráðlega framlengja samning sinn við Arsenal.

Samband Arteta við Edu, yfirmann íþróttamála og Stan Kroenke, eiganda félagsins, er sterkt og því er ekki þörf á formlegum viðræðum um samningamálin.

Stjórinn hefur átt flæðandi samtöl með stjórninni síðustu misseri og er félagið sannfært um að það geti enn kraftmeira undir hans leiðsögn.

Núgildandi samningur Arteta rennur út eftir tímabilið en hann né félagið eru að flýta sér í ganga frá samningamálunum þar sem sýn beggja aðila eru í samræmi og því engin pressa þegar það kemur að viðræðum.

Arteta hefur áður sagt að allt eigi eftir að gerast náttúrulega, en einbeiting hans og Edu er nú að endurkvarða hópinn til að tryggja sem besta byrjun á tímabilinu.

Sky Sports hefur þó heimildir fyrir því að Arteta geri nýjan samning við Arsenal á næstunni. Fréttastofan gaf ekki nákvæma dagsetningu á undirskriftinni en það má gera ráð fyrir því að það verði fyrir áramót.

Arteta hefur tekist að rífa Arsenal upp úr meðalmennskunni og yfir í það að vera titilbaráttulið. Það var í baráttu við Manchester City allt tímabilið, en tapaði deildinni á aðeins tveimur stigum.
Athugasemdir
banner
banner