Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 09:45
Elvar Geir Magnússon
Chelsea gæti reynt við Sancho - Man Utd býðst að fá Ugarte
Powerade
Jadon Sancho til Chelsea?
Jadon Sancho til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Manuel Ugarte (til hægri) í leik með úrúgvæska landsliðinu.
Manuel Ugarte (til hægri) í leik með úrúgvæska landsliðinu.
Mynd: EPA
Joachim Andersen.
Joachim Andersen.
Mynd: EPA
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: EPA
Á hverjum degi skoðum við það helsta í slúðrinu. BBC tekur saman það helsta sem verið er að tala um í ensku götublöðunum og víðar um heiminn.

Chelsea gæti gert tilraun til að fá Jadon Sancho (24) sóknarleikmann Manchester United áður en glugganum verður lokað í næstu viku. (Athletic)

Liverpool hefur lagt fram endurbætt 34 milljóna punda tilboð í Giorgi Mamardashvili (23) markvörð Valencia og Georgíu. (Relevo)

Paris St-Germain hefur boðið Manchester United tækifæri til að fá úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte (23) á láni út tímabilið með kaupskyldu. (Telegraph)

Manchester City er líklegt til að endurheimta þýska miðjumanninn Ilkay Gundogan (33) frá Barcelona. Hann er með í forgangi að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (Athletic)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill að Gundogan snúi aftur til félagsins. (Fabrizio Romano)

Barcelona vill ekki aftur semja aftur við Joao Cancelo (30), bakvörð Manchester City og Portúgals, vegna 12 milljóna punda launakrafna hans. (Sport)

Manchester United hefur samþykkt tilboð upp á um fimm milljónir punda frá gríska félaginu Panathinaikos fyrir úrúgvæska kantmanninn Facundo Pellistri (22). (Telegraph)

Burnley hefur áhuga á að fá Hannibal Mejbri (21), miðjumann Manchester United og Túnis, (Athletic)

Wolves og Brentford hafa mikinn áhuga á Dara O'Shea (25) frá Burnley en þurfa að borga fimmtán milljónir punda til að fá írska varnarmanninn. (Mirror)

Fulham hefur náð samkomulagi við Crystal Palace um 30 milljóna punda kaup á danska varnarmanninum Joachim Andersen (28). (Athletic)

Nottingham Forest ætlar að fá spænska varnarmanninn Alex Moreno (31) frá Aston Villa á láni með kauprétti. (Birmingham Mail)

Marseille hefur áhuga á að fá Jonathan Rowe (21), enskan kantmann Norwich City. (Mail)

Arsenal vill fá meira en 30 milljónir punda fyrir enska framherjann Eddie Nketiah (25) eftir að hafa hafnað 25 milljóna punda tilboði frá Nottingham Forest. (Football Insider)

Bayer Leverkusen, sem Xabi Alonso stýrir, hefur haft samband við Liverpool vegna áhuga á hollenska varnarmanninum Sepp van den Berg (22) en þeir rauðu vilja fá 25 milljónir punda leikmanninn. (Florian Plettenberg)

Brentford vonast til að eyðileggja tilraun Alonso til að fá Van den Berg frá sínu fyrrum félagi. (Times)

Manchester United ætlar að selja skoska miðjumanninn Scott McTominay (27) til Napoli til að standast fjárhagsreglur. (Corriere dello Sport)

Barcelona vill fá Rafael Leao (25), portúgalska sóknarleikmanninn hjá AC Milan, áður en glugganum verður lokað. (Mundo Deportivo)

Samuel Iling-Junior (20) kantmaður Aston Villa er að skoða möguleika á láni áður en félagaskiptaglugginn rennur út. (Athletic)

Brasilíski framherjinn Endrick (18) mun biðja um að fá að fara á láni frá Real Madrid í janúar ef hann fær ekki nægar mínútur á vellinum fyrri hluta tímabilsins. (Sport)

Manchester United hefur ekki gefið upp vonina um að fá enska miðvörðinn Jarrad Branthwaite (22) frá Everton, en telur ólíklegt að það gerist í þessum félagaskiptaglugga. (Mail)

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur hætt við áform um að láta brasilíska miðjumanninn Casemiro (32) fara eftir að hafa verið hrifinn af frammistöðu hans á undirbúningstímabilinu. (Sun)

Chelsea er að undirbúa hreinsun á leikmannahópnum sem gæti skilað 200 milljónum punda þar sem átta leikmenn gætu yfirgefið Stamford Bridge. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner