Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 14:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chilwell til Man Utd?
Mynd: EPA
Manchester United hefur verið boðið að kaupa Ben Chilwell frá Chelsea. Frá þessu greinir TalkSport í dag.

Chilwell er ekki í plönum Chelsea og stefnir flest í að hann muni yfirgefa félagið fyrir gluggalok. Hann var lauslega orðaður við Man Utd fyrr í sumar en nú er United aftur nefnt í tengslum við Chilwell.

Luke Shaw og Tyrell Malacia, vinstri bakverðir United, glíma við meiðsli. Diogo Dalot byrjaði leikinn gegn Fulham í vinstri bakverði en svo færðist Lisandro Martínez í þá stöðu þegar leið á leikinn.

Chilwell var utan hóps hjá Chelsea gegn Manchester CIty og verður ekki með liðinu gegn Servette í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Hann er 27 ára og kom til Chelsea frá Leicester sumarið 2020. Hann á að baki 21 landsleik og er samningsbundinn til 2027.

United hefur einnig verið orðað við Marcos Alonso, fyrrum leikmann Chelsea og Barcelona, í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner