Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
David Neres mættur til Napoli (Staðfest)
Neres tekur sig vel út í treyju Napoli.
Neres tekur sig vel út í treyju Napoli.
Mynd: Getty Images
Napoli hefur tilkynnt um kaup á brasilíska vængmanninum David Neres frá Benfica í Portúgal.

Eins og venjulega þegar Napoli kaupir leikmann þá var það forseti félagsins Aurelio De Laurentiis sem tilkynnti fyrstur um kaupin.

Þessi 27 ára leikmaður kostar í heildina um 28 milljónir evra en hann er fjórði leikmaðurinn sem Napoli kaupir í sumar.

Áður hafði félagið keypt Alessandro Buongiorno frá Torino, Rafa Marin frá Real Madrid og Leonardo Spinazzola sem kom á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Roma rann út.

Neres kom í gegnum unglingastarf Sao Paolo í heimalandinu en fór tvítugur til Ajax. Hann fór til Shaktar Donetsk í janúar 2022 en spilaði ekki leik fyrir liðið vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Neres fór til Benfica síðar það ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner