Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Forest nær samkomulagi við Nketiah
Mynd: EPA
Enski sóknarmaðurinn Eddie Nketiah hefur náð samkomulagi við Nottingham Forest um kaup og kjör, en nú er beðið eftir því að enska félagið nái saman með Arsenal um kaupverð.

Nketiah hafði náð samkomulagi við franska félagið Marseille í síðasta mánuði en ekki tókst að ná saman um kaupverð.

Arsenal vill fá 30 milljónir punda fyrir Nketiah og hefur félagið þegar hafnað 25 milljóna punda tilboði frá Forest.

Samkvæmt Fabrizio Romano hefur Nketiah samið við Forest um kaup og kjör. Viðræðum Arsenal og Forest miðar áfram og vonast félögin til að ganga frá samkomulagi á næstu dögum.

Nketiah, sem er 25 ára gamall, skoraði 6 mörk í 37 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð, en hann vill halda annað í leit að fleiri mínútum.

Englendingurinn lék sinn fyrsta og eina A-landsleik í október á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner