Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   mið 21. ágúst 2024 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Gísli og Hlynur á skotskónum í sænska bikarnum - Adam óvænt úr leik
Gísli Eyjólfs skoraði undir lok fyrri hálfleiks
Gísli Eyjólfs skoraði undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: Halmstad
Gísli Eyjólfsson og Hlynur Freyr Karlsson voru báðir á skotskónum í 2. umferð sænska bikarsins í kvöld.

Öll Íslendingaliðin nema eitt komust áfram í riðlakeppnina, en Östersund, sem Adam Ingi Benediktsson leikur með, datt óvænt út fyrir Karlbergs, 2-1, eftir framlengdan leik. Adam stóð í marki Östersund í leiknum.

Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad sem vann IF Haga, 2-0, en hann gerði seinna mark liðsins á 38. mínútu. Birnir Snær Ingason byrjaði á bekknum, en kom inná á 62. mínútu, sömu mínútu og Gísli fór af velli.

Hlynur Freyr Karlsson skoraði fjórða mark Brommapojkarna í 5-0 sigri á Östersund. Hann kom inn af bekknum á 30. mínútu leiksins og gerði mark sitt hálftíma síðar.

Ísak Andri Sigurgeirsson var á bekknum hjá Norrköping sem vann Piteå, 3-1, en hann kom ekki við sögu. Arnór Ingvi Traustason var ekki með í dag.

Þorri Mar Þórisson lék allan leikinn í liði Öster sem vann Götaholm, 3-1.

Riðlakeppni sænska bikarsins fer síðan fram í byrjun næsta árs.

Ari Leifsson spilaði allan leikinn með Kolding sem tapaði fyrir Esbjerg, 2-1, í dönsku B-deildinni. Breki Baldursson, sem kom til Esbjerg frá Fram á dögunum, sat allan tímann á bekknum. Esbjerg er í 6. sæti með 9 stig en Kolding í 9. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner