Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 10:21
Elvar Geir Magnússon
Gundogan búinn gera samkomulag við City
Gundogan í leik með City 2021.
Gundogan í leik með City 2021.
Mynd: Heimasíða Man City
Ilkay Gundogan gengur aftur í raðir Manchester City en enska félagið hefur náð samkomulagi við þýska miðjumanninn um eins árs samning.

Ár er síðan hinn 33 ára gamli Gundogan yfirgaf City og gekk í raðir Barcelona.

Barcelona riftir við Gundogan til að losna við launakostnað hans. Með því að losa Gundogan getur Barcelona skráð Dani Olmo sem félagið keypti í sumar.

Gundogan lék 51 leik undir stjórn Xavi á síðasta tímabili. Eftir stjóraskipti og breyttar áherslur tilkynnti Hansi Flick leikmanninum reynda að hann gæti ekki búist við því að vera byrjunarliðsmaður.

Þau sjö ár sem Gundogan á að baki með Manchester City vann hann fjórtán titla með liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner