Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Hyggjast reisa stærsta fótboltaleikvang heims
Þetta ferlíki á að rísa í Marokkó.
Þetta ferlíki á að rísa í Marokkó.
Mynd: Grand Stade Hassan II
Marokkómenn hyggjast reisa stærsta fótboltaleikvang heims rétt fyrir utan Casablanca.

Búið er að afhjúpa myndir af því hvernig Grand Stade Hassan II leikvangurinn í Marokkó mun líta út þegar hann verður að veruleika. Hann mun taka 115 þúsund áhorfendur.

Leikvangurinn á að vera með risastóru tjaldþaki og heimamenn vonast til að hann geti hýst úrslitaleik HM 2030. Keppnin verður haldin á Spáni, Portúgal og Marokkó.

Völlurinn er hannaður af Populous arkitektarstofuni sem hefur unnið með Manchester United að hugmyndum um nýjan Old Trafford.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner