Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í skýjunum með Hákon Arnar - Líkt við Iniesta og Kaka
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon er leikmaður Lille í Frakklandi.
Hákon er leikmaður Lille í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er að hefja sitt annað tímabil með franska félaginu Lille.

Hákon, sem er 21 árs, var keyptur til Lille frá FC Kaupmannahöfn fyrir 17 milljónir evra síðasta sumar. Hann fór hægt af stað í franska boltanum en vann sig vel inn í liðið þegar leið á tímabilið.

Hann er að byrja nýtt tímabil af krafti en hann átti geggjaða stoðsendingu í gær þegar Lille vann 2-0 sigur gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Miðað við samfélagsmiðla þá er Hákon í miklum metum hjá stuðningsmönnum Lille en þeir virðast mjög ánægðir með Skagamanninn unga. Þeir hafa heillast af honum inn á miðsvæðinu.

Stuðningsmenn liðsins líka honum við Andres Iniesta og Kaka á samfélagsmiðlum. Þá segir einn að Hákon muni ekki endast lengi hjá Lille. „Á hverri stundu mun enskt félag koma og sækja hann. Gríðarlega áhugaverður leikmaður," segir sá.

Hann fékk hæstu einkunn allra hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe í gær en hann fékk átta. Þeir hjá L'Equipe eru þekktir fyrir að vera harðir í einkunnagjöf sinni.

Það er vonandi að Hákon eigi frábært tímabil í Frakklandi en íslenskir fótboltaáhugamenn eru vel meðvitaðir um það hversu frábær hann er í fótbolta.











Athugasemdir
banner
banner
banner
banner