Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ítalskur landsliðsmaður á leið til Atalanta
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Atalanta hefur náð samkomulagi við Torino um kaup á ítalska hægri bakverðinum Raoul Bellanova.

Félögin náðu saman um kaupverð í gær en hann mun kosta Atalanta um 20 milljónir evra.

Bellanova er 24 ára gamall og getur spilað sem bakvörður og vængmaður.

Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik með Ítalíu í mars og var síðan valinn í landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í sumar.

Leikmaðurinn hefur náð samkomulagi við Atalanta um kaup og kjör, en gengið verður frá skiptunum á næstu dögum. Torino mun fá Marcus Pedersen frá PSV til að fylla í skarð Bellanova. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Bellanova þekkir vel til hjá Atalanta en hann spilaði með liðinu á láni frá Bordeaux fyrir fjórum árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner