Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Lyon samþykkir tilboð Fulham í Cherki
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lyon hefur samþykkt tilboð Fulham í franska miðjumanninn Rayan Cherki.

Fulham lagði fram tilboð í Cherki í dag og samþykkti Lyon það um leið, en heildarupphæðin nemur um 17 milljónum punda. Enska félagið greiðir 12,7 milljónir punda og eru 4,2 milljónir bundnar við frammistöðu leikmannins.

Cherki er 21 árs gamall en hann var á lista yfir efnilegustu leikmenn heims fyrir fimm árum síðan.

Hann ólst upp hjá Lyon og spilaði með liðinu allan sinn feril, en félagið vill selja hann þar sem hann á ár eftir af samningi sínum. Viðræður um mögulega framlengingu ganga illa og vill Lyon ekki missa hann frítt á næsta ári.

Sky segir frá samkomulagi Fulham og Lyon, en blaðamaðurinn Fabrice Hawkins segir að Cherki muni hafna tækifærinu á að fara til Fulham.

Hann er ekki spenntur fyrir að spila með félaginu og er talið að hann sé að bíða eftir tilboði frá Paris Saint-Germain, sem hefur verið á eftir honum í allt sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner