Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neto og Felix fá treyjunúmer sem voru í notkun
Joao Felix gekk í raðir Chelsea í dag.
Joao Felix gekk í raðir Chelsea í dag.
Mynd: Chelsea
Pedro Neto og Joao Felix hafa báðir fengið ný treyjunúmer hjá Chelsea sem voru í notkun hjá leikmönnum sem eru enn samningsbundnir félaginu.

Neto gekk í raðir Chelsea frá Úlfunum fyrir stuttu og landi hans, Felix, kom frá Atletico Madrid fyrr í dag.

Neto var í treyju númer 19 í fyrsta leik Chelsea á tímabilinu gegn Manchester City en hann er núna búinn að fá treyju númer 7.

Raheem Sterling var með það númer á bakinu á síðustu leiktíð en Enzo Maresca, stjóri liðsins, hefur uppljóstrað um það að enski kantmaðurinn sé ekki í plönum sínum og megi fara annað.

Sterling var utan hóps í fyrsta leik gegn Chelsea á tímabilinu og útlit er fyrir að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Felix fær þá treyju númer 14 en Trevoh Chalobah hefur verið með það númer að undanförnu. Maresca hefur einnig tjáð Chalobah að hann megi fara.

Felix var síðast númer 11 þegar hann lék með Chelsea á láni seinni hluta 2022-23 tímabilsins.

Næsti leikur Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er gegn Úlfunum á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner