Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 14:15
Elvar Geir Magnússon
Neuer hefur lagt landsliðshanskana á hilluna
Manuel Neuer á Laugardalsvelli.
Manuel Neuer á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Manuel Neuer hefur tilkynnt að hann sé búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna.

Þessi 38 ára goðsögn í boltanum byrjaði alla leiki Þýskalands á EM í sumar.

Hann varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014 og hélt markinu hreinu í úrslitaleiknum.

Neuer er fyrirliði Bayern München og lék alls 124 landsleiki fyrir Þýskaland.

Hann var gerður að fyrirliða Þýskalands fyrir HM 2018.

Það eru kynslóðaskipti í þýska landsliðinu; Ilkay Gundogan og Toni Kroos hættu báðir að leika fyrir landsliðið eftir EM. Kroos lagði skóna alfarið á hilluna.

Neuer heldur áfram að leika fyrir Bayern en hann skrifaði á síðasta ári undir samning sem gildir til 2025.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner