Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG ætlar að bjóða í kólumbískan miðjumann
Mynd: Davíð Þór Friðjónsson
Paris Saint-Germain er að undirbúa tilboð í kólumbíska miðjumanninn Richard Rios sem er á mála hjá Palmeiras í Brasilíu en þetta kemur fram í brasilíska miðlinum UOL.

Rios er 24 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem stóð sig frábærlega með kólumbíska landsliðinu á Copa America í sumar.

Manchester United var með augastað á Rios í sumar en enska félagið hefur ákveðið að fá inn úrúgvæska leikmanninn Manuel Ugarte í staðinn.

PSG hefur boðið United að fá hann á láni og ætlar franska félagið í staðinn að reyna við Rios.

UOL segir að franska félagið sé að undirbúa 20 milljóna evra tilboð í Rios, en samkvæmt sama miðli hefur Palmeiras engan áhuga á að selja hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner