Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skilur ekkert í Boehly - „Þetta er sorglegt“
Conor Gallagher
Conor Gallagher
Mynd: EPA
Conor Gallagher er að ganga til liðs við Atlético Madríd frá Chelsea en þetta eru skipti sem Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður þeirra bláu, skilur lítið í.

Gallagher var fyrirliði Chelsea á síðustu leiktíð og alveg óhætt að segja að hann hafi verið einn af ljósu punktunum á annars slöku tímabili.

Chelsea hefur fjárfest í mörgum ungum og efnilegum leikmönnum, en er ekki með pláss fyrir gæða leikmann eins og Gallagher í hópnum.

Honum var hálfpartinn vísað á dyr og er hann nú nálægt því að ganga í raðir Atlético, en Petit á erfitt með að skilja stefnu Todd Boehly og félaga í stjórn Chelsea.

„Chelsea ætti að reyna halda Conor Gallagher. Í nútímafótbolta ertu kannski ekki alltaf með Englending í byrjunarliðinu, en stundum þarf Chelsea þá nærveru í hópnum. Þetta minnir mig á Mason Mount-málið. Báðir leikmenn voru ánægðir með að vera áfram en þeim var síðan ýtt út úr félaginu. Gallagher og Palmer voru það eina jákvæða í liðinu á síðustu leiktíð.“

„Og þó hann fari frá Chelsea þá vil ég alls ekki sjá hann yfirgefa ensku úrvalsdeildina. Hann verðskuldar meira en það sem er að gerast hjá honum og Atlético Madríd. Gallagher tilheyrir Englandi og hefur byggt feril sinn á lánssamningum og í það að vera fyrirliði Chelsea. Hann á betra skilið en þetta. Af hverju er Chelsea að losa sig við besta miðjumann liðsins og fá hann fullt af óþekktum ungum stjörnum? Þetta er svakaleg áhætta að eyða milljónum í þessa útlendinga. Ef ég væri Gallagher þá væri ég brjálaður. Þetta er sorglegt,“
sagði Petit við Android Poker Apps.
Athugasemdir
banner
banner
banner