Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Sterling vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni - Hafnar Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Raheem Sterling er ákveðinn í því að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni, en eitt er víst og það er að hann verður ekki áfram hjá Chelsea.

Sterling var utan hóps gegn Manchester City um helgina og sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist ósáttur við stöðu mála.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur verið hreinskilinn varðandi framtíð hans og Ben Chilwell. Báðir mega fara frá félaginu, en þeir verða ekki heldur í hóp gegn Servette í umspili Sambandsdeildarinnar á morgun.

Félög frá Sádi-Arabíu hafa sýnt Sterling áhuga og þá hefur hann einnig verið orðaður við Juventus á Ítalíu, en hugur Sterling er í ensku úrvalsdeildinni.

Sterling og fjölskyldu hans líður vel á Englandi og þá vill hann ólmur spila aftur fyrir þjóð sína.

Leikmaðurinn er meðvitaður um stöðu sína hjá Chelsea og vinna umboðsmenn hans nú hörðum höndum að því að finna nýtt félag fyrir Sterling.
Athugasemdir
banner
banner
banner