Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 11:10
Elvar Geir Magnússon
Stórglæsilegar endurbætur verða gerðar á Selhurst Park
Nýja stúkan verður nýtískuleg og glæsileg.
Nýja stúkan verður nýtískuleg og glæsileg.
Mynd: Crystal Palace
Crystal Palace hefur fengið grænt ljós á að gera miklar endurbætur á heimavelli sínum Selhurst Park.

Aðalstúkan á Selhurst Park, sem var byggð, fyrir hundrað árum verður rifin. Í staðinn fyrir 5.200 manna stúku kemur glæný stúka sem tekur 15.300 stuðningsmenn.

Í heildina mun þá leikvangurinn taka 34 þúsund áhorfendur.

Nýja stúkan verður á þremur hæðum og mun byggingin vera með aðstöðu fyrir fatlaða vallargesti, nýja verslun, safn og kaffihús.

Ekki er komin dagsetning á hvenær framkvæmdir gætu hafist en félagið er að setja saman áætlanir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner