Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Foden geti orðið sá besti í sögu Englands - „Heppinn að spila með honum“
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Rodri er þeirrar skoðunar að Phil Foden geti orðið sá besti í sögu Englands en þetta sagði hann eftir að Englendingurinn var valinn besti leikmaður ársins af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Foden var stórkostlegur á síðasta tímabili er Man City vann ensku úrvalsdeildina í fjórða sinn í röð.

Rodri, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins síðustu ár, segir Foden vel að þessu kominn.

„Ég er ótrúlega ánægður með Phil. Ef ég á að vera hreinskilinn er hann mjög góður og feiminn strákur. Hann hefur alla burði til þess að verða að besta leikmanni í sögu Englands þegar ferillinn er á enda. Hann þarf að halda áfram á sömu braut en hann er þegar einn af bestu leikmönnum deildarinnar og í Evrópu. "

„Ég tel hann geta orðið enn betri. Gæðin, metnaðurinn og þessi þrotlausa vinna er mikilvæg að þurfa að hlusta á gamalmenni eins og mig. Hann var magnaður á síðasta tímabili og þetta var fyrsta tímabilið þar sem ég sá hann bera liðið á herðum sér.“

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hrósaði einnig Foden á verðlaunaafhendingunni.

„Hann er frábær náungi. Ég naut þess að spila með honum og grínast í honum. Phil er ótrúlegur og sumt af því sem hann gerir á æfingu, en enginn annar sér er einnig ótrúlegt. Ég er heppinn að spila með honum,“ sagði Haaland um Foden.
Athugasemdir
banner
banner
banner