Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   mið 21. ágúst 2024 10:39
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag búinn að skipta um skoðun á Casemiro
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar segja að Erik ten Hag stjóri Manchester United hafi skipt um skoðun og vilji nú halda brasilíska miðjumanninum Casemiro.

Ten Hag er hrifinn af frammistöðu Casemiro á undirbúningstímabilinu, í leiknum um Samfélagsskjöldinn og í fyrsta deildarleik tímabilsins.

Hann virkaði ekki í nægilega góðu standi á síðasta tímabili og náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. Þá var Brasilíumaðurinn frá í þrjá mánuði vegna meiðsla.

Talið var líklegt að Casemiro, sem er 32 ára, færi til Sádi-Arabíu í sumar en leikmaðurinn var ákveðinn í að sýna og sanna að hann hefði enn margt fram að færa hjá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner