Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 22. maí 2016 21:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Valsvelli
Gregg Ryder: Kjánaleg einstaklingsmistök
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar var að vonum fúll eftir 4-1 tap gegn Val í kvöld.

Valsmenn komust yfir eftir tæplega hálftíma leik og gáfu Þrótturum aldrei séns eftir það og bættu við tveim mörkum fyrir hlé. Ryder segir það vonbrigði hversu illa liðið brást við að hafa lent marki undir.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 Þróttur R.

„Við hrundum niður. Ef við hefðum tekið okkur saman og haldið leiknum jöfnum til hálfleiks hefði leikurinn verið öðruvísi. Mörkin á 38. og 45. mínútu drápu okkur."

Hann segir leikinn ekki hafa verið sérlega jafnan fram að því og Valur hafi verið sterkara liðið.

„Nei, hann var það ekki, en við lögðum upp með að vera skipulagðir og komast í hálfleikinn og eiga ennþá möguleika á að fá eitthvað úr leiknum."

Hann gagnrýndi sitt lið eftir leik og var tilefni til.

„Við vitum að Guðjón er mjög góður af löngu færi og við verðum að fara nær honum. Við vitum þessa hluti og við verðum að gera betur."

„Kjánaleg einstaklings mistök en hann baðst afsökunar í klefanum. Þegar þú ert með nýtt lið verðuru að vera með stöðuleika, það er mikilvægast. Við spiluðum svo vel á móti Breiðablik og við verðum að standa okkur aftur, ekki halla þér aftur og vera ánægður með eina frammistöðu."

Hann segist hafa lagt leikinn svipað upp og á móti Breiðablik.

„Við lögðum leikinn svipað upp, við vildum pressa á þá og ná að skyndisóknum á þá, við gerðum það að ákveðnu leiti en við vorum ekki jafn skipulagðir og á móti Breiðablik."

Liðið lenti í svipuðum hremmingum á móti Stjörnunni en þá hrundi liðið eftir að hafa lent undir.

„Þetta er klárlega áhyggjuefni, þegar þetta gerist einu sinni geturu sagt að þetta hafi verið tilviljun en nú er þetta búið að gerast tvisvar. Þá ferðu að pæla í afhverju þetta er að gerast. Mig langar að trúa því að þetta gerist ekki aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner