Gregg Ryder, þjálfari Þróttar var að vonum fúll eftir 4-1 tap gegn Val í kvöld.
Valsmenn komust yfir eftir tæplega hálftíma leik og gáfu Þrótturum aldrei séns eftir það og bættu við tveim mörkum fyrir hlé. Ryder segir það vonbrigði hversu illa liðið brást við að hafa lent marki undir.
Valsmenn komust yfir eftir tæplega hálftíma leik og gáfu Þrótturum aldrei séns eftir það og bættu við tveim mörkum fyrir hlé. Ryder segir það vonbrigði hversu illa liðið brást við að hafa lent marki undir.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 Þróttur R.
„Við hrundum niður. Ef við hefðum tekið okkur saman og haldið leiknum jöfnum til hálfleiks hefði leikurinn verið öðruvísi. Mörkin á 38. og 45. mínútu drápu okkur."
Hann segir leikinn ekki hafa verið sérlega jafnan fram að því og Valur hafi verið sterkara liðið.
„Nei, hann var það ekki, en við lögðum upp með að vera skipulagðir og komast í hálfleikinn og eiga ennþá möguleika á að fá eitthvað úr leiknum."
Hann gagnrýndi sitt lið eftir leik og var tilefni til.
„Við vitum að Guðjón er mjög góður af löngu færi og við verðum að fara nær honum. Við vitum þessa hluti og við verðum að gera betur."
„Kjánaleg einstaklings mistök en hann baðst afsökunar í klefanum. Þegar þú ert með nýtt lið verðuru að vera með stöðuleika, það er mikilvægast. Við spiluðum svo vel á móti Breiðablik og við verðum að standa okkur aftur, ekki halla þér aftur og vera ánægður með eina frammistöðu."
Hann segist hafa lagt leikinn svipað upp og á móti Breiðablik.
„Við lögðum leikinn svipað upp, við vildum pressa á þá og ná að skyndisóknum á þá, við gerðum það að ákveðnu leiti en við vorum ekki jafn skipulagðir og á móti Breiðablik."
Liðið lenti í svipuðum hremmingum á móti Stjörnunni en þá hrundi liðið eftir að hafa lent undir.
„Þetta er klárlega áhyggjuefni, þegar þetta gerist einu sinni geturu sagt að þetta hafi verið tilviljun en nú er þetta búið að gerast tvisvar. Þá ferðu að pæla í afhverju þetta er að gerast. Mig langar að trúa því að þetta gerist ekki aftur."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir