Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fim 22. ágúst 2024 01:20
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Sex mörk og fjögur rauð spjöld í Skessunni - Baráttan um annað sætið harðnar
Tveir leikmenn Kára og annar af þjálfurum liðsins fengu að líta rauða spjaldið
Tveir leikmenn Kára og annar af þjálfurum liðsins fengu að líta rauða spjaldið
Mynd: Kári
Árbæingar eru í góðri stöðu
Árbæingar eru í góðri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir tapaði óvænt
Víðir tapaði óvænt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári er með átta stiga forystu á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir af 2. deild karla en liðið tapaði samt sem áður mikilvægum stigum í hádramatísku 3-3 jafntefli gegn ÍH í Skessunni í kvöld þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.

Með sigri hefði Kári getað komið sér í þægilega stöðu og verið aðeins einum sigri frá sæti í 2. deild, en ÍH ætlaði ekki að leyfa þeim að ganga yfir sig á skítugum skónum.

ÍH var 2-1 yfir í hálfleik. Gísli Þröstur Kristjánsson og Brynjar Jónasson gerðu mörk heimamanna en Sigurður Hrannar Þorsteinsson mark Kára.

Sigurður jafnaði metin snemma í þeim síðari og hjálpaði það gestunum þegar Rajko Rajkovic, markvörður ÍH, fékk að líta rauða spjaldið á 74. mínútu. Sigurjón Logi Bergþórsson skoraði þriðja mark Kára átta mínútum síðar en Gísli Þröstur jafnaði mínútu síðar.

Aron Ýmir Pétursson, einn af þjálfurum Kára, fékk að líta rauða spjaldið á 85. mínútu fengu markaskorararnir Sigurður Hrannar og Sigurjón Logi báðir að líta rautt spjald seint í uppbótartíma. Hasarinn greinilega mikill í Hafnarfirði.

Lokatölur urðu 3-3 og eru Káramenn á toppnum með 43 stig en ÍH í 8. sæti með 19 stig. Kári getur farið langleiðina með að koma sér upp er liðið fær Sindra í heimsókn á sunnudag.

Magni vann toppbaráttulið Augnabliks, 2-1, á Grenivík. Þorsteinn Ágúst Jónsson gerði sigurmark heimamanna þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Augnablik er í 4. sæti með 34 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi á eftir næstu tveimur liðum.

Árbær vann öflugan 3-0 sigur á Sindra. Jonatan Aaron Belányi, Nemanja Lekanic og Andi Andri Morina gerðu mörk Árbæinga sem eru í 3. sæti með 35 stig.

Ingvar Atli Auðunarson var hetja KV sem vann 1-0 sigur á Víði. Ansi óvæntur sigur KV sem er í fallbaráttu á meðan Víðir er í öðru sæti með 35 stig.

Botnliðin tvö, Hvíti riddarinn og Vængir Júpiters, unnu þá einnig, en Hvíti riddarinn vann 4-3 sigur á Elliða í Árbæ á meðan Vængir unnu KFK, 4-1.

Hvíti og Vængir eru með 17 stig í tveimur neðstu sætunum en spennan er gríðarleg á toppi og botni deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar:

ÍH 3 - 3 Kári
1-0 Gísli Þröstur Kristjánsson ('3 )
1-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('5 )
2-1 Brynjar Jónasson ('40 )
2-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('53 )
2-3 Sigurjón Logi Bergþórsson ('82 )
3-3 Gísli Þröstur Kristjánsson ('83 )
Rautt spjald: , , ,Rajko Rajkovic , ÍH ('74)Aron Ýmir Pétursson , Kári ('85)Sigurjón Logi Bergþórsson , Kári ('91)Sigurður Hrannar Þorsteinsson , Kári ('91)

Magni 2 - 1 Augnablik
1-0 Ibrahim Boulahya El Miri ('15 )
1-1 Júlíus Óli Stefánsson ('38 )
2-1 Þorsteinn Ágúst Jónsson ('84 )

Sindri 0 - 3 Árbær
0-1 Jonatan Aaron Belányi ('29 )
0-2 Nemanja Lekanic ('31 )
0-3 Andi Andri Morina ('89 )

KV 1 - 0 Víðir
1-0 Ingvar Atli Auðunarson ('80 )

KFK 1 - 4 Vængir Júpiters
0-1 Almar Máni Þórisson ('4 )
1-1 Alejandro Barce Lechuga ('37 )
1-2 Almar Máni Þórisson ('45 )
1-3 Dofri Snorrason ('66 )
1-4 Anton Breki Óskarsson ('89 )

Elliði 3 - 4 Hvíti riddarinn
0-1 Eiríkur Þór Bjarkason ('15 )
0-2 Alexander Aron Tómasson ('31 )
0-3 Alexander Aron Tómasson ('35 )
1-3 Hlynur Magnússon ('40 )
2-3 Andi Morina ('45 )
2-4 Aron Daði Ásbjörnsson ('61 )
3-4 Pétur Óskarsson ('90 , Mark úr víti)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 21 14 5 2 62 - 22 +40 47
2.    Víðir 21 13 5 3 53 - 24 +29 44
3.    Árbær 21 13 3 5 44 - 31 +13 42
4.    Augnablik 21 12 3 6 45 - 29 +16 39
5.    Magni 21 8 6 7 27 - 37 -10 30
6.    ÍH 21 7 4 10 61 - 60 +1 25
7.    Sindri 21 7 3 11 36 - 42 -6 24
8.    Hvíti riddarinn 21 7 2 12 38 - 45 -7 23
9.    Elliði 21 7 2 12 32 - 52 -20 23
10.    KV 21 7 1 13 34 - 50 -16 22
11.    KFK 21 7 1 13 36 - 59 -23 22
12.    Vængir Júpiters 21 5 3 13 36 - 53 -17 18
Athugasemdir
banner
banner
banner