Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Framherji Brighton lánaður til Frakklands
Mynd: EPA
Abdallah Sima, sóknarmaður Brighton á Englandi, er mættur til franska félagsins Brest á láni út tímabilið.

Sima er 23 ára gamall en hann kom til Brighton frá Slavía Prag fyrir þremur árum.

Síðustu þrjú tímabil hefur hann verið á láni hjá Stoke City, Angers og nú síðast Rangers og samtals komið að 38 mörkum.

Senegalski framherjinn á enn eftir að spila fyrir aðallið Brighton og verður biðin lengri en hann er genginn í raðir Brest á láni út tímabilið.

„Abdallah átti árangursríka dvöl hjá Rangers á síðustu leiktíð og þessi lánssamningur mun gefa honum tækifæri á því að spila reglulega í góðri deild hjá liði sem hafnaði í þriðja sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann fær einnig að spila í Meistaradeild Evrópu,“ sagði David Weir, tæknilegur stjórnandi Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner