Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 24. janúar 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ramsdale gagnrýnir leikaðferð Arsenal gegn Burnley
Aaron Ramsdale markvörður Arsenal.
Aaron Ramsdale markvörður Arsenal.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal menn voru svekktir með niðurstöðu gærdagsins en liðinu tókst ekki að skora gegn Burnley, leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Arsenal var miklu meira með boltann en vantaði bit í sóknarleikinn, ekki í fyrsta sinn. Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að liðið hafi spilað alveg eins og Burnley vildi.

„Burnley varðist vel en við spiluðum eins og þeir vildu. Við sendum boltann inn í teig trekk í trekk og þar er Burnley sterkast. Þetta var því erfitt," sagði Ramsdale.

Mikel Arteta segir að að sköpunarmáttinn hafi vantað á síðasta þriðjuni.

„Við byrjuðum hægt, virtumst þreyttir og fundum ekki taktinn í sóknarleiknum. Við spiluðum betur og vorum meira ógnandi í seinni hálfleik," segir Arteta.

„Við reyndum að búa til mark en það vantaði gæði á síðasta þriðjungi. Þegar andstæðingurinn liggur svona mikið til baka þá þarf sköpunarmátt til að vinna fótboltaleiki og hann vantaði hjá okkur í dag."

„Við þurfum að skora mörk og endurheimta leikmennina okkur. Síðustu vikur hafa verið afskaplega erfiðar, það hefur verið erfitt að halda úti æfingum vegna Covid og meiðslavandræða."

Arsenal er nú tveimur stigum frá fjórða sætinu eftirsótta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner