
„Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og svo eðlilega fór þetta í jafnari leik í seinni hálfleik, en 4-1 er eitthvað sem við hefðum alla daginn tekið fyrir leik og erum mjög glöð með það.'' segir Pétur Rögnvaldsson, þjálfari HK, eftir 4-1 sigur gegn KR í 12. umferð Lengjudeild kvenna.
Lestu um leikinn: HK 4 - 1 KR
„Við keyrðum svolítið á þær. Við vissum að þær spiluðu fyrir fjórum dögum síðan. Þá er uppleggið að byrja sterkt og láta þær allavega vita af því að það þyrfti að eyða hellings af orku hérna í dag og kannski orka sem að var ekki til staðar hjá þeim, ég ætla ekki að dæma um það,''
Sjúkraþjálfari HK hafði nóg að gera í dag og voru lágu leikmenn HK oft niðri.
„KR-ingar spiluðu fast, þær spiluðu líka fast í fyrri leiknum á móti okkur. Það sem mér finnst stundum gerast í þessari deild og í þessari íþrótt er að þegar staðan er 4-0 í hálfleik að þá hættir dómarinn að dæma á allt sem hann ætti að vera að dæma á. Þá spiluðu KR-ingarnir á þeirri línu, það er ekki eins og KR-ingar hafi fengið 10 gul spjöld í dag,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.