Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: BBC 
FCK leikur Evrópuleik gegn pöbbaliði
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður FCK.
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður FCK.
Mynd: Getty Images
Nathan Rooney þjálfari Bruno's Magpies frá Gíbraltar segir að hjá liðinu séu menn stoltir af því að það sé kallað 'pöbbalið'.

„Við eigum að halda í þetta nafn því það vekur áhuga fólks. Við sýnum hvernig hlutir geta vaxið og þróast," segir Rooney en félagið var stofnað 2013 á Bruno's barnum á Gíbraltar.

Bruno's Magpies hefur náð alla leið í Evrópu og leikur í dag fyrri leik sinn gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Það búa 33 þúsund manns á Gíbraltar og kemst íbúafjöldinn því fyrir á Parken, heimavelli FCK.

„Þó við séum komnir þetta langt verður pöbbastimpillinn að haldast á okkur. En við verðum líka að horfa framhjá honum þar sem við viljum að félagið stækki enn frekar."

Rúnar Alex Rúnarsson og Orri Steinn Óskarsson leika fyrir FCK og verður spennandi að sjá hvernig danska stórliðinu vegnar gegn þessu áhugaverða félagi frá Gíbraltar.
Athugasemdir
banner
banner
banner