Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 26. ágúst 2018 16:20
Egill Sigfússon
Finnur Orri: Þokkalega góðir klukkutímar að baki
Finnur skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum í dag
Finnur skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 4-1 sigur á ÍBV á Alvogen-vellinum í dag í 18. umferð Pepsí-deildar karla. Finnur Orri Margeirsson leikmaður KR sagði að þeir hefðu spilað leikinn eins og þeir lögðu upp með og ekki gefið neinn afslátt þrátt fyrir að vera komnir með góða forrystu í hálfleik.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

„Við spiluðum eins og við lögðum upp með og gerðum það vel, við erum búnir að vera þéttir undanfarið og það hefur gengið vel. Ef þú gefur einhvern afslátt þá er stutt fyrir hin liðin að komast inn, við komum fínt inn í seinni hálfleikinn. Við vorum hungraðir og gáfum engan afslátt."

KR er með 30 stig í 4.sætinu og eru í kjörstöðu til að ná þessu Evrópusæti, Finnur segir að þeir ætli að sækja það sæti og ef þeir ná 3.sætinu af Blikum sé það bara bónus.

„Við bara höldum áfram að sækja þetta sæti og gerum það með áframhaldandi góðri spilamennsku, ekki spurning. Það yrði vissulega bónus að ná 3.sætinu en við ætlum fyrst og fremst að tryggja þetta Evrópusæti."

Þetta var frábær helgi fyrir Finn en hann varð faðir í gær þegar hann eignaðist strák og svo skoraði hann sitt fyrsta mark á ferlinum í dag. Finnur segir að hann muni aldrei gleyma þessari helgi.

„Ég ætla ekki að fara í einhverja fullyrðingar akkúrat núna en þetta var virkilega kærkomið. Þetta eru búnir að vera þokkalega góðir klukkutímar núna og maður fer bara heim að kíkja á strákinn. Þessi dagur verður eftirminnilegur."
Athugasemdir
banner
banner