Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 14:36
Ívan Guðjón Baldursson
Eden Hazard áfram utan hóps - Meiddur á ökkla
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Eden Hazard hefur átt erfiða byrjun hjá Real Madrid þar sem hann hefur varla verið í leikformi á rúmlega einu ári hjá sínu nýja félagi.

Hazard kom aðeins við sögu í 16 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Real. Hann skoraði ekki nema eitt mark og var langt frá sínu besta.

Nú er nýtt tímabil farið af stað og hefur Hazard ekki enn verið notaður, hvorki af Real né belgíska landsliðinu.

Hazard var ónotaður varamaður er Belgía lagði Danmörk og Ísland að velli í Þjóðadeildinni og þá var hann utan hóps í fyrstu umferð La Liga, þegar Madrid gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Real Sociedad.

Í kvöld á Madrid leik við Real Betis og er Hazard aftur utan hóps. Spænskir fjölmiðlar segja að belgíska stórstjarnan sé að glíma við meiðsli á ökkla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner