Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atalanta gefst ekki upp á O'Riley - Celtic hafnaði þriðja tilboðinu
Mynd: Getty Images

Atalanta hefur ekki gefist upp í viðræðum við Celtic en skoska félagið hefur hafnað þriðja tilboði ítalska félagsins í danska miðjumanninn Matt O'Riley.


Celtic hafnaði rúmlega 14 milljón punda tilboði Atalanta í leikmanninn á dögunum og Sky Sports greindi frá því í gær að þriðja tilboðinu hafi verið hafnað.

Það tilboð hljóðaði upp á 15 milljónir punda auk þess sem einhverjar aukagreiðslur voru innifaldar.

O'Riley átti frábært tímabil með Celtic á síðustu leiktíð en hann skoraði 19 og lagði upp 18 í 49 leikjum. Hann var fyrirliði Celtic þegar liðið vann 4-0 sigur á DC United um síðustu helgi.

Juventus, Atletico Madrid og Roma eru einnig sögð hafa áhuga á honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner