Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 27. júlí 2024 10:49
Brynjar Ingi Erluson
Atlético nær samkomulagi um Le Normand
Robin Le Normand i leik með spænska landsliðinu
Robin Le Normand i leik með spænska landsliðinu
Mynd: EPA
Spænski miðvörðurinn Robin Le Normand er á leið til Atlético Madríd frá Real Sociedad en þetta staðfestir Atlético á heimasíðu sinni í dag.

Le Normand, sem er 27 ára gamall, hefur verið einn af bestu varnarmönnum La Liga-deildarinnar síðustu fimm ár.

Varnarmaðurinn er fæddur og uppalinn í Frakklandi en samdi við Sociedad árið 2016.

Hann valdi það að spila fyrir spænska landsliðið eftir að hafa búið á Spáni í sjö ár. Le Normand spilaði sinn fyrsta A-landsleik á síðasta ári og fór síðan með Spánverjum á EM í sumar.

Þar spilaði hann lykilhlutverk er Spánn varð Evrópumeistari.

Atlético hefur nú náð samkomulagi við Sociedad um kaup á Le Normand en félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Gengið verður frá helstu smáatriðum þegar Le Normand snýr aftur úr fríi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner