Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland: Sá hvað menn voru orðnir þreyttir á fótbolta
Mynd: Getty Images

Erling Haaland er úthvíldur eftir sumarið fyrir átökin með Manchester City á komandi tímabili.


Haaland hefur spilað í kringum 50 leiki á undanförnum tveimur tímabilum með City en álagið hefur ekki verið jafn mikið á honum eins og mörgum í sumar vegna EM.

„Maður sá hvað menn voru orðnir þreyttir á EM. Maður sá það í augunum á þeim hversu þreyttir þeir voru á fótbolta, ef það er hægt að orða það svoleiðis," sagði Haaland.

„Það mun vera þannig á þessari leiktíð. Sumir fá ekki mikið frí, þannig er þetta bara orðið. Við getum ekki verið í toppformi í 70 leikjum á ári. Maður verður að vinna með liðinu og öðrum í kringum þig til að verða besta útgáfan af sjálfum þér."


Athugasemdir
banner
banner
banner