Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Mætt aftur til æfinga hjá Arsenal - „Hef verið að glíma við persónuleg vandamál“
Mynd: EPA
Sænska landsliðskonan Lina Hurtig er mætt aftur til æfinga hjá enska félaginu Arsenal en þetta staðfesti hún á Instagram í dag.

Hurtig kom til Arsenal frá ítalska félaginu Juventus fyrir tveimur árum en tók sér frí vegna persónulegra ástæðna í desember og hefur ekkert spilað síðan.

Hún lék síðast með Svíum í landsliðsverkefni í desember en dró sig úr hópnum vegna smávægilegra meiðsla.

Í kjölfarið greindi Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, frá því að Hurtig myndi líklega ekki vera meira með á tímabilinu.

Hurtig hefur nú sagt að hún hafi verið frá vegna persónulegra ástæðna en er mætt aftur og spennt fyrir komandi tímabili.

„Ég hef verið að glíma við persónuleg vandamál og þurfti ég því að taka mér tíma frá vellinum, en það er ánægjulegt að segja ykkur að ég er mætt aftur og farin að finna mitt gamla sjálf á ný. Ég er einnig spennt að vera mætt aftur á æfingar með liðinu.“

„Ég vil senda sérstakar þakkir til leikmanna og starfsliðsins fyrir þeirra stuðning í gegnum þennan kafla, en stærstu þakkirnir fær fjölskylda mín. Ég væri ekkert án hennar,“
sagði Hurtig.
Athugasemdir
banner
banner
banner