Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 15:07
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir: Argentínumenn svöruðu fyrir sig - Spánverjar með fullt hús
Thiago Almada fagnar marki sínu
Thiago Almada fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Alex Baena skoraði fyrir Spán
Alex Baena skoraði fyrir Spán
Mynd: EPA
Argentína vann sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Frakklandi í dag er liðið bar sigurorð af Írak, 3-1, á heimavelli Lyon.

Argentínumenn töpuðu óvænt fyrsta leik sínum gegn Marokkó, 2-1, fyrir þremur dögum og voru leikmenn liðsins því staðráðnir í að bæta upp fyrir það.

Thiago Almada, sem gengur í raðir Lyon í janúar, skoraði fyrsta mark Argentínu á 13. mínútu áður en Aymen Hussein jafnaði fyrir Írak undir lok hálfleiksins.

Luciano Gondou og Ezequiel Fernandez björguðu andliti fyrir Argentínumenn í síðari hálfleiknum með tveimur góðum mörkum og lokatölur því 3-1.

Argentínumenn eru nú í öðru sæti B-riðils með 3 stig en þjóðin mætir Úkraínu í lokaumferðinni.

Spánverjar eru á meðan á fljúgandi siglingu í C-riðlinum eftir að hafa unnið Dómínska lýðveldið, 3-1, í Bordeaux. Fermin Lopez kom Spánverjum á bragðið á 24. mínútu en Angel Montes De Oca skoraði óvænt jöfnunarmark fjórtán mínútum síðar.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks var Edison Azcona, leikmaður dómínska lýðveldisins, brást sínu liði er han fékk að líta rauða spjaldið og nýttu Spánverjar sér liðsmuninn í síðari hálfleik með tveimur mörkum.

Villarreal-maðurinn Alex Baena skoraði á 55. mínútu áður en Miguel Gutierrez gerði út um leikinn. Spánverjar eru efstir í C-riðili með 6 stig eða fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Úrslit og markaskorarar:

Argentína 3 - 1 Írak
1-0 Thiago Almada ('13 )
1-1 Aymen Hussein ('45 )
2-1 Luciano Gondou ('62 )
3-1 Ezequiel Fernandez ('85 )

Dóminíska lýðveldið 1 - 3 Spánn
0-1 Fermin Lopez ('24 )
1-1 Angel Montes De Oca ('38 )
1-2 Alex Baena ('55 )
1-3 Miguel Gutierrez ('70 )
Rautt spjald: Edison Azcona ('45, Dómínska lýðveldið)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner