Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 27. júlí 2024 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Onana: Við styðjum allir við bakið á Ten Hag
André Onana
André Onana
Mynd: EPA
André Onana, markvörður Manchester United, segir að allir leikmenn félagsins styðji við bakið á hollenska stjóranum Erik ten Hag.

Framtíð Ten Hag var óljós eftir síðasta tímabil en United íhugaði alvarlega að láta hann fara.

Hollendingurinn fór yfir tímabilið með stjórninni og var tekin sú ákvörðun að hann myndi leiða liðið áfram. Í kjölfarið skrifaði hann undir framlengingu á samningi sínum.

Onana segir alla leikmenn styðja við bakið á stjóranum.

„Ég er ekki sá sem ákveður hvort stjórinn verði áfram eða ekki. Við áttum augljóslega erfitt tímabil með Erik á síðustu leiktíð en við enduðum tímabilið mjög vel, þannig félagið tók rétta ákvörðun. Ég tala fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við fylgjum honum og hans leiðbeiningum. Við erum allir 100 prósent með honum og svo breytast hlutirnir með nýjum markvarðarþjálfara. Þetta er allt mjög jákvætt,“ sagði Onana við Sky.
Athugasemdir
banner
banner
banner