Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 10:32
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham leiðir kapphlaupið um Chiesa - Verður Gordon áfram hjá Newcastle?
Powerade
Fer Chiesa til Tottenham?
Fer Chiesa til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Anthony Gordon hefur verið orðaður við Liverpool
Anthony Gordon hefur verið orðaður við Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Man Utd vill fá Denzel Dumfries
Man Utd vill fá Denzel Dumfries
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann er líklega á förum frá Atlético
Antoine Griezmann er líklega á förum frá Atlético
Mynd: EPA
Þá er komið að laugardagsslúðrinu en það er fullt af góðum bitum að þessu sinni.

Tottenham leiðir kapphlaupið um Federico Chiesa (26), leikmann Juventus á Ítalíu. Arsenal og Liverpool eru einnig í baráttunni. (Football Transfers)

Newcastle United hefur mikla trú á því að Anthony Gordon verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga Liverpool. (TeamTalk

Eddie Howe, stjóri Newcastle United, hefur tjáð Kieran Trippier (33) að hann vilji halda honum áfram hjá félaginu, en Trippier verður samningslaus á næsta ári. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu. (Times)

West Ham er að íhuga að leggja fram nýtt og endurbætt tilboð í Jhon Duran (20), leikmann Aston Villa, en félagið vill um 40 milljónir punda fyrir framherjann. (Standard)

Manchester United er komið aftur í baráttuna um Noussair Mazraoui (26), hægri bakvörð Bayern München. (Sky í Þýskalandi)

Mazraoui vill fyrst vera viss um að hann fá fullvissu um spiltíma áður en hann samþykkir félagaskipti til Man Utd. (MEN)

Tottenham er í viðræðum við Girona um sölu á Bryan Gil (23), en hann hefur náð samkomulagi við spænska félagið um kaup og kjör. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur rætt þann möguleika á að skipta enska varnarmanninum Aaron Wan-Bissaka (26) í stað fyrir Inter-manninn Denzel Dumfries (28). (Telegraph)

Man Utd ætlar þá að berjast við Crystal Palace og Fulham um Trevoh Chalobah (25), varnarmann Chelsea. (Football Insider)

Barcelona hefur náð samkomulagi við Athletic Bilbao um spænska vængmanninn Nico Williams (22). Hann mun gera fimm ára samning með möguleika á að framlengja um annað ár. (Nicolo Schira)

Arsenal vill fá að minnsta kosti 42 milljónir punda fyrir enska framherjann Eddie Nketiah (25), en hann hefur verið orðaður við franska félagið Marseille. (La Provence)

Viðræður LAFC við Atlético Madríd um franska framherjann Antoine Griezmann (33) hafa gengið vel og eru komnar á næsta stig. (L'Equipe)

Bandaríska félagið er einnig nálægt því að ganga frá samningum við Lewis O'Brien (25), en hann kemur á láni frá Nottingham Forest. (Football Insider)

Manchester City sé Jamal Musiala (21), leikmann Bayern München, sem mögulegan arftaka belgíska leikstjórnandans Kevin de Bruyne (33). (Caught Offside)

Bayern München hefur hækkað tilboð sitt í Jonathan Tah (28), varnarmann Bayer Leverkusen, en hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá félaginu. Tilboðið er í kringum 20 milljónir evra. (Sky Sports)

Juventus er að undirbúa tilboð í Teun Koopmeiners (26), miðjumann Atalanta á Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

Borussia Dortmund er í sambandi við Manchester City vegna Yan Couto (22). Hann hefur eytt síðustu tveimur tímabilum á láni hjá Girona á Spáni. (Sky Sports)

Chelsea er reiðubúið að leyfa tólf leikmönnum að yfirgefa félagið í sumar. Franski varnarmaðurinn Malang Sarr (25) fékk að rifta samningi sínum við félagið til að semja við Lens í heimalandinu. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner