mán 29. júní 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mustafi um Henderson: Hvað gefa þeir honum að borða?
Mynd: Getty Images
Þýski miðvörðurinn Shkodran Mustafi fór í viðtal við BT Sport eftir 1-2 sigur Arsenal gegn Sheffield United í 8-liða úrslitum enska bikarsins í gær.

Mustafi ræddi um Dean Henderson, markvörð Sheffield sem er að láni frá Manchester United, og löng útspörk hans. Eitt útsparka Henderson í leiknum fór til að mynda rétt yfir markslá Bernd Leno.

„Stundum er erfitt að spila við andstæðinga sem setja marga menn fram og senda svo langa bolta úr vörninni. Ég veit ekki hvað þeir gefa þessum markverði að borða, hann sparkar boltanum út úr leikvanginum," sagði Mustafi.

Arsenal tók forystuna í fyrri hálfleik en Sheffield náði að jafna nokkrum mínútum fyrir leikslok. Dani Ceballos, sem hafði komið inn af bekknum, náði að gera sigurmark Arsenal í uppbótartíma.

„Það sem ég sá í dag er að við erum lið sem trúir. Við trúum á okkar leikstíl og erum óhræddir við að reyna nýja hluti þó þeir takist ekki alltaf. Þetta er ferli og við verðum að hafa trú á stefnu þjálfarans og stefnu liðsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner