Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 23:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: Hamar missti af gullnu tækifæri - Sjötta tap KH í röð
Carlos Magnús Rabelo innsiglaði sigur KÁ
Carlos Magnús Rabelo innsiglaði sigur KÁ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hamar mistókst að jafna Árborg að stigum í 2. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina þegar liðið gerði jafntefli gegn Kríu í kvöld. En Árborg gerði jafntefli gegn Ými í síðustu umferð.


Kría náði forystunni en Hamar jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og þar við sat.

Hamar er nú í 4. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Árborg sem situr í 2. sæti og á leik til góða gegn toppliði Tindastóls á laugardaginn. Kría siglir lygnan sjó í 6. sæti.

KH tapaði sjötta leik sínum í röð þegar liðið tapaði gegn KÁ. KH komst yfir en KÁ svaraði með fjórum mörkum, þar af tveimur úr vítaspyrnu.

Bæði lið hafa engu að keppa í lokaumferðinni.

Hamar 1 - 1 Kría
0-1 Páll Bjarni Bogason ('10 )
1-1 Máni Snær Benediktsson ('37 )

KH 2 - 4 KÁ
1-0 Haukur Ásberg Hilmarsson ('19 )
1-1 Bjarki Sigurjónsson ('24 , Mark úr víti)
1-2 Bjarki Sigurjónsson ('40 , Mark úr víti)
1-3 Birkir Þór Guðjónsson ('56 )
1-4 Carlos Magnús Rabelo ('64 )
2-4 Haukur Ásberg Hilmarsson ('77 )


4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tindastóll 18 13 4 1 48 - 14 +34 43
2.    Ýmir 18 11 4 3 50 - 29 +21 37
3.    Árborg 18 10 5 3 46 - 28 +18 35
4.    Hamar 18 9 3 6 45 - 41 +4 30
5.    KÁ 18 5 7 6 41 - 39 +2 22
6.    KH 18 7 1 10 50 - 52 -2 22
7.    Kría 18 6 3 9 38 - 60 -22 21
8.    KFS 18 5 2 11 45 - 46 -1 17
9.    Skallagrímur 18 5 2 11 34 - 40 -6 17
10.    RB 18 2 3 13 26 - 74 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner