Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 16:47
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkinga í Andorra: Arnar teflir ekki á tvær hættur
Arnar stillir upp gríðarsterku liði
Arnar stillir upp gríðarsterku liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örlygur fær kallið á miðju Víkinga í dag
Viktor Örlygur fær kallið á miðju Víkinga í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru mættir á Estadi Nacional í Andorra þar sem fram undan er seinni leikur liðsins gegn Santa Coloma í umspili Sambandsdeildarinnar en flautað verður til leiks klukkan 18:00

Víkingar eru í gríðarlega góðri stöðu eftir fyrri leikinn í Víkinni fyrir viku síðan en þar höfðu þeir 5-0 sigur.

Lestu um leikinn: Santa Coloma 0 -  0 Víkingur R.

Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað byrjunarlið sitt og breytir litlu frá fyrri leiknum. Aron Elís Þrándarson sem verið hefur að ná sér eftir meiðsli ferðaðist ekki með Víkingum í leikinn af fjölskylduástæðum. Í hans stað kemur Viktor Örlygur Andrason inn á miðjuna í liði Víkinga. Að öðru leyti er liðið hið sama og vann stórsigur í fyrri leik liðanna.

Byrjunarlið Víkinga:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Athugasemdir
banner
banner
banner