Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
El Khannouss til Leicester (Staðfest)
Mynd: Leicester City

Bilal El Khannouss er genginn til liðs við Leicester en þessi tvítugi Marokkói skrifar undir fjögurra ára samning


Hann gengur til liðs við félagið frá Genk í Belgíu en Leicester borgar um 21 milljón punda fyrir hann.

El Khannouss er fæddur í Belgíu en hefur leikið með landsliði Marokkó frá 2022. Hann var í landsliðshópnum á Ólympíuleikunum í Frakklandi þar sem liðið vann bronsið.

Hann lék 78 leiki í belgísku deildinni fyrir Genk. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tólf. Hann var í herbúðum Genk frá 2019 en er uppalinn hjá Anderlecht.

El Khannouss er áttundi leikmaðurinn sem liðið fær til sín í sumar á eftir Bobby De Cordova-Reid, Michael Golding, Caleb Okoli, Abdul Fatawu, Facundo Buonanotte, Oliver Skipp and Jordan Ayew


Athugasemdir
banner
banner
banner