Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emilía Kiær skoraði tvennu í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslendingaliðin Nordsjælland og Bröndby áttust við í 4. umferð dönsku deildarinnar í dag.


Liðin voru í harðri titilbaráttu á síðustu leiktíð þar sem Nordsjælland hafði betur að lokum. Nordsjælland er með fullt hús stiga í ár eftir 3-2 sigur í dag. Bröndby er hins vegar aðeins með fjögur stig.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en staðan var orðin 2-0 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var 3-1 í hálfleik.

Bröndby tókst að klóra í bakkann þegar hálftími var til loka venjulegs leiktíma en nær komust þær ekki.

Emilía var tekin af velli þegar um tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var í byrjunarliði Bröndby en var tekin af velli stuttu eftir seinna mark liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner