Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: De Gea hetja Fiorentina í rosalegum leik
David de Gea
David de Gea
Mynd: EPA

Albert Guðmundsson á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina eftir komu sína til félagsins frá Genoa í sumar.


Hann var ekki með liðinu í kvöld þegar Fiorentina tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni og gæti því verið andstæðingur Víkings í keppninni í ár.

Fiorentina lenti í kröppum dansi gegn Puskas Academy frá Ungverjalandi í fyrri leik liðanna á Ítalíu sem endaði með 3-3 jafntefli.

Það var mikil dramatík í kvöld en Moise Kean kom Fiorentina yfir og virtist vera tryggja liðinu sigurinn en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma reif Luca Ranieri leikmann Puskas niður í teignum og vítaspyrna og rautt spjald dæmt.

Zsolt Nagy skoraði úr vítaspyrnunni og grípa þurfti því í framlengingu. Snemma í framlengingunni bættist grátt ofan á svart fyrir Fiorentina þegar Pietro Comuzzo braut af sér rétt fyrir utan vítateiginn og sitt annað gula spjald.

Fiorentina orðnir tveimur mönnum færri en ekkert var skorað í framlengingunni og var því farið í vítaspyrnukeppni. Fiorentina vann 5-4 í vítaspyrnukeppni en David de Gea varði eina spyrnu og var hetja liðsins.

Shamrock Rovers sló Víking út í forkeppni Meistaradeildarinnar en liðin gætu mæst aftur í Sambandsdeildinni þar sem Shamrock tapaði gegn PAOK um sæti í Evrópudeildinni í kvöld. Ciro Immoblie skoraði þá tvennu í stórsigri Besiktas.

Sambandsdeildin

Betis 3 - 0 Kryvbas (5-0 samanlagt)
1-0 Aitor Ruibal ('40 )
2-0 Abde Ezzalzouli ('41 )
3-0 Abde Ezzalzouli ('43 )

Larne FC 3 - 1 Lincoln (4-3 samanlagt)
0-1 Bernardo Lopes ('20 )
1-1 Andy Ryan ('30 , víti)
2-1 Andy Ryan ('43 , víti)
3-1 Andy Ryan ('83 )
Rautt spjald: Chris Gallagher, Larne FC ('59)

Puskas 1 - 1 Fiorentina (4-5 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Moise Kean ('59 )
1-1 Zsolt Nagy ('90 , víti)
Rautt spjald: ,Luca Ranieri, Fiorentina ('90)Pietro Comuzzo, Fiorentina ('97)

Úrslitin í Evrópudeildinni

APOEL 2 - 1 Rigas FS (2-4 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Janis Ikaunieks ('40 )
1-1 Mateo Susic ('75 )
2-1 Anastasios Donis ('90 )

Elfsborg  0 - 1 Molde (4-2 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Veton Berisha ('62 )

Petrocub 1 - 2 Ludogorets (1-6 samanlagt)
1-0 Vladimir Ambros ('28 )
1-1 Spas Delev ('75 )
1-2 Rick ('90 )
Rautt spjald: Victor Mudrac, Petrocub (Moldova) ('58)

Ajax 3 - 0 Jagiellonia (7-1 samanlagt)
1-0 Kian Fitz Jim ('43 )
2-0 Kenneth Taylor ('64 )
3-0 Brian Brobbey ('71 )

Anderlecht 1 - 0 Dinamo Minsk (2-0 samanlagt)
1-0 Francis Amuzu ('83 )

Besiktas 5 - 1 Lugano (8-4 samtals)
1-0 Ciro Immobile ('7 )
1-1 Shkelqim Vladi ('59 )
2-1 Gedson Fernandes ('65 )
3-1 Rafa ('70 )
4-1 Ciro Immobile ('71 )
5-1 Salih Ucan ('90 )

Steaua (Romania) 1 - 0 LASK Linz (2-1 samanlagt)
1-0 Darius Olaru ('90 )

Hearts (Scotland) 0 - 1 Plzen (0-2 samanlagt)
0-1 Lukas Cerv ('76 )

Borac BL 1 - 1 Ferencvaros (2-3 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Srdjan Grahovac ('104 )
1-1 Barnabas Varga ('111 , víti)

Shamrock 0 - 2 PAOK (0-6 samanlagt)
0-1 Magomed Ozdoev ('64 )
0-2 Kiril Despodov ('75 )

Rapid 2 - 2 Braga (3-4 samanlagt)
1-0 Bright Arrey-Mbi ('9 , sjálfsmark)
2-0 Isak Jansson ('47 )
2-1 Amani El Ouazzani ('68 , víti)
2-2 Ricardo Horta ('70 )

Backa Topola 1 - 5 Maccabi Tel Aviv (1-8 samanlagt)
0-1 Henry Addo ('2 )
0-2 Henry Addo ('6 )
0-3 Tyrese Asante ('12 )
0-4 Dor Turgeman ('56 )
0-5 Ido Shahar ('89 )
1-5 Prestige Mboungou ('90 )


Athugasemdir
banner
banner