Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gengur ekkert hjá Chelsea að losa Sterling
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum talkSPORT eru miklar líkur á því að Raheem Sterling verði hjá Chelsea fram yfir gluggalok á morgun.

Bláliðar hafa reynt að fá önnur félög að borðinu og upp kom sú hugmynd að skipta á Sterling og Jadon Sanhco, leikmanni Manchester United.

Chelsea glímir við það vandamál að Sterling á þrjú ár eftir af samningi sínum við Chelsea.

Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, hefur verið mjög skýr í sínum svörum þegar hann hefur verið spurður út í Sterling.

„Þeir sem eru ekki í kringum hópinn munu ekki verða í kringum hann og munu ekki fá neinar mínútur ef þeir verða áfram. Ég veit ekkki hvað gerist þegar glugginn lokar ef þeir eru enn hér. Þeir sem munu fá mínútur eru þeir sem ég tel að geti hjálpað okkur."

„Raheem er frábær maður sem hefur æft mjög vel. Stjórar hafa mismunandi hugmyndi og hann er týpa af vængmanni sem ég sé ekki fram á að nota. Sagan og tölurnar tala með Raheem. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner