Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 20:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Íslendingaliðin áfram í Evrópu - Frábær endurkoma hjá Panathinaikos
Mynd: Panathinaikos

Íslendingaliðin sem spiluðu í forkeppnum Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í kvöld eru öll komin áfram í deildakeppnina.


Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru ónotaðir varamenn þegar Elfsborg lagði Molde eftir vítaspyrnukeppni í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Elfsborg vann fyrri leikinn á útivelli 1-0 en Molde tókst að jafna metin í viðreigninni og grípa þurfti í vítaspyrnukeppni þar sem Elfsborg vann 4-2.

Kristian Nökkvi Hlynsson kom ekkert við sögu vegna meiðsla þegar Ajax komst örugglega áfram í deildakeppni Evrópudeildarinnar. Liðið vann pólska liðið Jagiellonia 3-0, samanlagt 7-1.

FCK komst áfram í Sambandsdeidina eftir jafntefli gegn skoska liðinu Kilmarnock í kvöld. Orri Steinn Óskarsson byrjaði óvænt á bekknum en kom inn á eftir klukkutíma leik. Kilmarnock var með forystuna í hálfleik en stuttu eftir að Orri kom inn á jafnaði FCK með sjálfsmarki.

FCK vann viðureignina samtals 3-1.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu þegar Panathinaikos kom til baka og vann 2-0 sigur á Lens í Grikklandi í kvöld. Panathinaikos vann einvígið 3-2 eftir 2-1 tap liðsins í Frakklandi.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn þegar FC Noah tapaði 3-1 gegen Ruzomberok frá Slóvakíu en FC Noah kemst áfram samanlagt 4-3.

Evrópudeildin

Elfsborg 0-1 Molde (4-2 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Veton Berisha ('62 )

Ajax 3 - 0 Jagiellonia
1-0 Kian Fitz Jim ('43 )
2-0 Kenneth Taylor ('64 )
3-0 Brian Brobbey ('71 )

Petrocub 1 - 2 Ludogorets (1-6 samanlagt)
1-0 Vladimir Ambros ('28 )
1-1 Spas Delev ('75 )
1-2 Rick ('90 )
Rautt spjald: Victor Mudrac, Petrocub (Moldova) ('58)

Anderlecht 1 - 0 Dinamo Minsk (2-0 samanlagt)
1-0 Francis Amuzu ('83 )

Besiktas 5 - 1 Lugano (8-4 samanlagt)
1-0 Ciro Immobile ('7 )
1-1 Shkelqim Vladi ('59 )
2-1 Gedson Fernandes ('65 )
3-1 Rafa ('70 )
4-1 Ciro Immobile ('71
5-1 Salih Ucan ('90 )

Sambandsdeildin

Kilmarnock 1 - 1 FC Kobenhavn
1-0 Marley Watkins ('16 )
1-1 Lewis Mayo ('68 , sjálfsmark)

Panathinaikos 2 - 0 Lens
0-0 Florian Sotoca ('15 , Misnotað víti)
1-0 Facundo Pellistri ('62 )
2-0 Tete ('85 )

Ruzomberok 3 - 1 Noah
1-0 Oliver Luteran ('10 )
2-0 Jan Hladik ('45 )
3-0 Martin Boda ('71 , víti)
3-1 Matheus Aias ('88 )
Rautt spjald: Pablo Santos, Noah ('70)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner