Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Vinicius Junior bjargaði stigi fyrir Real Madrid
Mynd: Getty Images

Las Palmas 1 - 1 Real Madrid
1-0 Alberto Moleiro ('5 )
1-1 Vinicius Junior ('69 , víti)


Real Madrid fer ekki vel af stað í spænsku deildinni en liðið hefur aðeins nælt í fimm stig eftir þrjár umferðir.

Liðið var án leikmanna á borð við Jude Bellingham, Eduardo Camavinga og David Alaba, sem hefur verið að kljást við langvarandi meiðsli. Liðið heimsótti Las Palmas í kvöld.

Ollie McBurnie á enn eftir að skora fyrir Las Palmas eftir komu sína frá Sheffield United í sumar. Hann lagði hins vegar upp fyrsta mark leiksins sem Alberto Moleiro skoraði snemma leiks.

Real Madrid var með þónokkra yfirburði í leiknum en náði aðeins í eitt stig eftir að Vinicius Junior skoraði úr vítaspyrnu. Jasper Cillessen, markvörður Las Palmas, valdi rétt horn en örugg vítaspyrna hjá Vinicius og boltinn hafnaði í netinu.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 4 4 0 0 13 3 +10 12
2 Real Madrid 4 2 2 0 7 2 +5 8
3 Atletico Madrid 4 2 2 0 6 2 +4 8
4 Villarreal 4 2 2 0 9 7 +2 8
5 Girona 4 2 1 1 7 4 +3 7
6 Alaves 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Osasuna 4 2 1 1 5 7 -2 7
8 Celta 4 2 0 2 10 9 +1 6
9 Betis 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Mallorca 4 1 2 1 2 2 0 5
11 Leganes 5 1 2 2 3 5 -2 5
12 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
13 Athletic 4 1 1 2 3 4 -1 4
14 Real Sociedad 4 1 1 2 3 4 -1 4
15 Espanyol 4 1 1 2 2 3 -1 4
16 Valladolid 4 1 1 2 1 10 -9 4
17 Getafe 3 0 3 0 1 1 0 3
18 Las Palmas 4 0 2 2 4 7 -3 2
19 Sevilla 4 0 2 2 3 6 -3 2
20 Valencia 4 0 1 3 3 7 -4 1
Athugasemdir
banner
banner