
Samúel Kári Friðjónsson var óvæntasta nafnið í íslenska landsliðshópnum sem valinn var fyrir HM í Rússlandi. Þessi 22 ára Keflvíkingur er stoltur af því að hafa fengið kallið.
„Að sjálfsögðu kom þetta á óvart en maður hefur unnið hart fyrir þessu. Það var bara spurning hvort það myndi skila sér eða ekki, ég var bara tilbúinn undir hvort tveggja og er hrikalega ánægður með valið. Það er frábært í að vera þessum hóp," segir Samúel.
„Þetta er draumur allra fótboltaiðkenda og þetta sumar á eftir að vera frábært."
Hann hefur verið að spila sem miðjumaður en getur einnig leyst stöðu hægri bakvarðar eins og hann gerði í vináttulandsleik gegn Perú fyrr á þessu ári.
„Úti er ég að spila sem „átta" í 4-3-3. Ég hef reyndar eitthvað tekið hægri bakvörðinn en allt tímabilið hef ég verið á miðjunni."
Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir