„Óli Þórðar á engan einkarétt á að hata að tapa. Ef þú tapar þá er það sárasta tilfinning sem til er og við höfum fengið slatta af henni í sumar," sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 1-2 tap heima gegn Fylki í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 2 Fylkir
Keflavík spilaði mjög vel heilt yfir í leiknum en þeir vildu víti rétt fyrir lok leiksins.
„Það var bara víti. Hann missir Sindra innfyrir sig og flækir svo lappirnar í honum. Sindri var með boltann nær markinu, þetta var pjúra víti."
Nánar er rætt við Eystein í sjónvarpinu hér að ofan en hann endaði á að gagnrýna dómgæslu í sumar.
Athugasemdir