Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
banner
   mið 02. október 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt fyrir Kolbein að spila báða leikina - „Gæti orðið lífsnauðsynlegt í framtíðinni"
Icelandair
Kolbeinn Finnsson.
Kolbeinn Finnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi átti fínan leik gegn Svartfjallalandi.
Logi átti fínan leik gegn Svartfjallalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Birgir Finnsson hefur ekki spilað mínútu frá því að hann lék með landsliðinu gegn Tyrklandi fyrir tæpum mánuði síðan. Hann var keyptur frá Lyngby til Utrecht í ágúst en hefur einungis komið við sögu í einum leik frá komu sinni til Hollands.

Kolbeinn er vinstri bakvörður og er í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Öflugir bakverðir banka á dyrnar hjá landsliðinu: Davíð Kristján Ólafsson (Cracovia), Rúnar Þór Sigurgeisson (Willem II) og Guðmundur Þórarinsson (FC Noah).

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide var spurður út í Kolbein á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er eitt af vandamálunum. Hann skipti frá Lyngby til stærra félags og í erfiðari deild. Það var það sama með Alfons Sampsted, hann fékk ekki nægilega margar mínútur í bakverðinum hjá Twente. Þú þarft mínútur, þarft að spila til að þróast sem leikmaður. Þú þarft að spila til að geta spilað reglulega í landsliðinu. Við ákváðum að spila Loga Tómassyni í fyrri leiknum síðast og Kolbeinn spilaði seinni leikinn."

„Kolbeinn spilaði vel í júní, sérstaklega gegn Englandi. Hann á bjarta framtíð fyrir sér. Við gætum gert það sama núna, gefa þeim sitthvorn leikinn. Að vera með tvo góða örvfætta leikmenn í þessari stöðu gæti orðið lífsnauðsynlegt í framtíðinni."

„Vonandi þegar leikmaður er keyptur er plan fyrir hann, en ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við þjálfarann. Ég sá bara Kolbein spila þessar fáu mínútur sem hann hefur fengið."

„Hann var í lagi í Tyrklandi, en auðvitað gæti orðið erfitt fyrir hann að spila tvo leiki (á stuttum tíma)."


Kolbeinn er 25 ára, uppalinn í Fylki og á að baki 13 A-landsleiki. Valgeir Lunddal Friðriksson og Logi Tómasson geta einnig spilað í vinstri bakverðinum. Hareide minntist á Alfons í svari sínu. Hann tók skrefið til Birmingham í ágúst og hefur tekið þátt í öllum leikjum nema einum frá komu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner