Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   mán 30. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölskyldan mjög stolt af Orra Steini - „Það er ekki auðvelt"
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson átti stórkostlega helgi þar sem hann skoraði tvennu fyrir Real Sociedad í 3-0 sigri gegn Valencia.

Landsliðsmaðurinn fór hægt af stað og náði ekki að koma að marki í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum með Sociedad, en hann var keyptur fyrir 20 milljónir evra frá FC Kaupmannahöfn í sumar.

Honum til varnar var allt liðið að spila langt undir getu og því lítið við hann að sakast, en hlutirnir smullu saman um liðna helgi og átti Orri stórleik.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, faðir Orra, var spurður út í son sinn og hans frammistöðu eftir 7-1 sigur KR gegn Fram. Þetta var góð helgi fyrir fjölskylduna þar sem Óskar er þjálfari KR.

„Tilfinningin var bara frábær. Ég er mjög stoltur af honum," sagði Óskar um Orra.

„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. Það er ekki auðvelt að koma á síðasta degi gluggans og koma sér inn í lið sem er að spila á þriggja degi fresti. Það er frábært fyrir hann að hafa skorað þessi tvö mörk. Við fjölskyldan erum mjög stolt af honum."

Næsti leikur Sociedad er gegn Anderlecht í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner